IMMI er stórmál

Nú get ég ekki orða bundist, þetta hefur lengi verið í uppsiglingu! Og ýmis öfl sem eru tilbúin að blása rykið vel af þessu frumvarpi. Er ekki kominn tími til að mannskapurinn átti sig á því, að tjáninga- og upplýsingafrelsi er eitt mikilvægasta frelsið ? Hvernig verður komið fyrir okkur ef svona "netlögga" tekur völdin ? Höfum við hugsað það til enda ? Þetta gæti þess vegna orðið að veruleika á morgun, eða hinn.

Nú vil ég biðja ykkur gott fólk, um að kynna ykkur IMMI, immi.is  Þann 16. júní 2010 var samþykkt einróma að ég held,þingsályktun um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun á tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hún Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni á sérstakan heiður skilið fyrir að koma þessari ályktun áfram, og hefur lagt mikið á sig fyrir þetta mjög svo miklvæga mál. Þakka ber henni sérstaklega alla fyrirhöfnina!

Þetta frumvarp í bandaríska þinginu er stórhættulegt, já- beinlínis mannfjandsamlegt. Þetta er mál okkar allra, snertir okkur öll beint. Þess vegna eigum við að láta í okkur heyra, leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir að þetta verði að veruleika. Ekki vil ég hugsa til enda, hvað gerist ef við látum ekki að okkur kveða.

Við hér á Íslandi erum heppin, ENNÞÁ. En hver veit...


mbl.is Forsetinn geti slökkt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn,

 Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að aðilar erlendisfrá eða innlendir fyrir utan löggan okkar með heimild, geta haft samband við fjarskipta fyrirtækjum eða þá sem hýsa gögn, eða veita internet þjónustu, geta fengið upplýsinga um viðskipta vini þeirra ?  Og hvaða varnir eru geng innbrot bæði stafrænar og eða venjuleg innbrot upp á gamla mátan? Bara pæling

Hannes (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband