Framkvæmdastjóri Íslands ?

 

 Ætla að kasta hér fram hugmynd. Hún er sú, að við ættum að ráða Framkvæmdastjóra Íslands. Mér finnst tilvalið að leita til Evu Joly eftir aðstoð, myndi treysta henni til að finna hæfan aðila. Erlendis frá að sjálfsögðu !

Þessi framkvæmdastjóri fengi laun við hæfi og myndi ráða til sín hæft aðstoðarfólk. Varla þarf að nefna, að þessi aðili / aðilar væru gjörsamlega lausir við hagsmunatengsl og spillingu !

Mér finnst þetta eiginlega eina glóran, í áframhaldandi endalausu rugli og rifrildi um allt og ekkert sem okkur er boðið upp á hvern einasta dag. Að ekki sé nú minnst á Rannsóknarskýrsluna og allt annað sem á bara að þegja í hel, til að tryggja áframhaldandi spillingu hér !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband