"Ég EKI skilja"

Hver kannast ekki við það að vera kominn að afgreiðslukassa í stórmarkaði/verslun og starfsmaðurinn skilur þig ekki,þegar þú spyrð um eitthvað? Öxlum er yppt,viðkomandi skilur hvorki íslensku né ensku. Hvað er þá til ráða? jú, má reyna handapat en oft endar það með því að starfsm.þarf að hringja bjöllu til að fá aðstoð íslendings.Biðröðin lengist,flestir verða ergilegir o.s.frv.

Ætla að taka skýrt fram í upphafi,að þessi bloggfærsla mín á EKKERT skylt við fordóma eða andúð á útlendingum.

Viljum við hafa þetta óbreytt og ekki síst: þarf þetta að vera svona? Og;hver skyldi nú ástæðan vera fyrir því að svona margir útlendingar eru í þessum störfum? Ástæðuna er þó ekki að finna í því,að eigendur fyrirtækjanna sjá sér langmestan hag í þessu fyrirkomulagi,vegna þess og takið nú eftir: Að þeir komast upp með að greiða útlendingum mun lægri laun en íslendingum??? Þeir græða sjálfir meira,þ.e. eigendurnir.Og þá vakna enn fleiri spurningar. Eru útlendingar meðvitaðir um réttindi sín?Eða eru mögulega notaðar ek.hótanir eða annað? Eða sætta þeir sig bara við þetta?Er greitt eftir töxtum? o.s.frv....

En síðast en ekki síst vaknar mjög áleitin spurning; hvað með margumtalað atvinnuleysi íslendinga, alls unga fólksins okkar? Hafa þau ekki áhuga á þessum störfum? Getur verið að þau "nenni" ekki að vinna? Mér finnst það frekar ólíkleg skýring. Hver ætli ástæðan sé fyrir því,að fjölmargir ísl.sækja um m.a.fyrrnefnd störf,jafnvel mánuðum saman og fá ekki einu sinni svör við umsóknum sínum??? Að maður tali nú ekki um allt fullorðna fólkið,á besta aldri sem er vikið úr störfum með upplognum athugasemdum,hmmm...Ég þekki dæmi af hvoru tveggja.

Og en áleitin spurning; Skyldu samtök launþega vera að fylgjast með þessu???


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Góður pistill, Elínborg og orð í tíma töluð.  Víða pottur brotinn í atvinnumálum, og ekki víst að allir launþegar þekki rétt sinn.  Og súrt ef landar fá ekki vinnu, því þá þarf að greiða mannsæmandi laun....og við sitjum uppi með "mig ekki skilja".  Vinn með mikið af erlendu fólki, elskulegt og duglegt fólk og flestir búnir að leggja sig fram um að læra íslensku...en svo eru svartir sauðir inan um sem hreinlega NENNA ekki að læra íslensku...og þá byrjar pirringurinn!

Sigríður Sigurðardóttir, 1.6.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband