26.1.2011 | 15:01
Ábyrgð
Gengur það upp, að varpa alltaf ábyrgðinni yfir á skólana? Minnir um margt á, hvernig fólk hefur alltaf varpað ábyrgð yfir á pólitíkusa, verkalýsforingja og önnur "yfirvöld", í stað þess að taka sjálft ábyrgð og fylgja málum eftir! Hver er ábyrgð foreldra ? Og, ráði þeir ekki við erfiðleikana; ábyrgð þar til bærra aðila?
Síðast í gærkvöld var Elín Ebba í þættinum "Návígi" einmitt að fjalla um geðheilbrigði. Þar kom mjög margt athyglisvert fram, og skora ég á fólk að sjá þáttinn endursýndan, eða á netinu - ruv.is.!
Tími er kominn til, að fólk líti í eigin barm og skoði eigin ábyrgð, svona yfirleitt. En ég ítreka, að ráði foreldar ekki við erfiðleikana, leiti þeir viðeigandi aðstoðar. Bregðist hún, sem því miður gerist líklega of oft, þarf oftast að leita til fjölmiðla til að koma hreyfingu á hlutina.
Skar bekkjarbróður sinn á háls í frímínútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta innlegg skil ég ekki, ábyrgð hvað? Í fyrsta lagi eru foreldrar skildugir að senda börnin sín í skóla, í öðru lagi eru launaðir starfsmenn sem heita kennarar, skólastjórar, deildarstjórar, sérkennslustjórar, stuðningsfulltrúar og skólaliðar sem eiga að gæta barnanna og bera ábyrð á þeim á skólatíma. Ég sem foreldri get ekki verið með gæslu með mínu barni í skólanum þó að ég feginn vildi. ( Ég vil þó taka það fram að þetta mál tengist mér að engu leiti). Ég á þó börn á skólaaldri og veit það að til dæmis umsjónakennarar vita ekkert um það hvað nemendur þeirra eru að gera í frímmínútum vegna þess að þá fara þeir í kaffi og afla sér ekki upplýsinga um það, ekki einu sinni fyrir foreldraviðtöl. Þannig að ég spyr hver ber þá ábyrgðina? þetta er ég marg oft búin að setja útá.
Nína (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:50
Ég hef hvorki hugmynd um hvernig þetta einstaka mál er til komið né hvort þessi litli drengur fær þá gæslu sem hann þarf í skólanum, en mér finnst þú setja þetta svolítið upp eins og foreldrarnir séu fyrst og fremst ábyrgir þegar svona mál koma upp. Ég vona að það sé ekki þannig sem þú meinar það. Auðvitað bera allir foreldrar ábyrgð á börnum sínum, en séu þau veik, eins og raunin er með þennan dreng, er það heilbrygðiskerfisins að leggja honum til úrræði. Foreldrar veikra barna -og þá kannski frekar andlega veikra, standa ráðþrota gagnvart glorhungruðu heilbrygðiskerfinu sem getur ekkert að gert í svo allt of mörgum tilfellum. Ekki veit ég af hverju svo mörg börn eiga við andleg vandamál að stríða, en það er trúlega þar sem þú bendir okkur foreldrum á að líta í eigin barm, en hvort heldur sem er, þá fá þessi blessuð börn allt of oft enga hjálp fyrr en allt er jafnvel orðið um seinan. Um það er ekki hægt að kenna foreldrum eða skólayfirvöldum og alls ekki starfsfólki geðheilbrygðismála. Þarna er fyrst og síðast spurningin um hvort ekki megi sleppa einhverju sem skiptir minna eða engu máli og veita meira fé í geðheilbrygðisgeirann.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.1.2011 kl. 16:07
Hjartanlega sammála Elínborg og einnig vill ég benda á að okkur ber engin skylda á að senda börnin okkar í skólan þegar þau eru veik ( í svona tilfellum, án meðferðar og úrræða)
Guðný Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 16:38
Tek undir með Guðnýju
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2011 kl. 16:56
Fullkomin ábyrgð foreldranna. Það virðist vera tíska skeytingarlausra foreldra að kenna alltaf skólum, leikskólum eða einhverjum öðrum opinberum aðilum um allt sem aflaga fer hjá þeim sjálfum í uppeldi barna. Fólk ætti að líta sér nær.
corvus corax, 26.1.2011 kl. 17:30
Nú þekki ég ekki þetta mál. en ég á geðfattlað barn sjálfur og þekki vel hvernig hlutirnir virka hér eða öllu heldur virka ekki. Alvarlega geðsjúk börn eiga ekkert erindi í almenna skóla það er bara svo einfalt. það er til einn skóli fyrir þessi börn og það er Brúarskóli og þar er jú allt fullt!
þessi drengur fer sennilega þangað núna samt. Enn svona þarf alltaf að gerast áður því miður...
óli (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 18:15
Því miður þá á þetta aðeins efir að aukast.
Búið er að skera svo niður hjá skólum að það horfir til mikilla vandræða.
Það verður ekki tekið á svona málum fyrr en það verður stórslys eða að einhver háttsettur og þekktur verður fyrir einhverju þessu líku.
Svona er nú núverandi ríkistjórn búin að klúðra þessu.
Hefðu ekki þessar 600 milljóir sem var kastað í stórnlagaþingið, verið betur varið í skólakerfinu..
Ó jú...
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 18:58
Ágætu Nína, Anna Dóra og þið öll; takk fyrir innlitið og framlög ykkar.
Vil benda ykkur á að lesa betur það sem ég skrifa hér að ofan. Hvarflar ekki að mér að ásaka foreldra um veikindi barna sinna, enda sjálf átt langveikt barn. Starfaði á BUGL, einnig í leik-og grunnskóla, þannig að mér eru málin ekki alveg ókunnug.
Guðný, takk fyrir þitt innlegg, að benda á þessa staðreynd.
Óli, þú átt alla mína samúð, og ég efast ekki um þína reynslu. Óska ykkur alls góðs.
Það er morgunljóst,að hér á landi þarf að breyta ýmsu varðandi geðheilbrigðismál. Við þurfum nýjar áherslur, rækilega endurskoðun lyfjagjafa og annara úrræða!
Með bestu kveðjum
Elinborg K. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.