Gagnrýni ? Samtök almennings í Evrópu ?

Þessa færslu skrifaði ég í byrjun maí í fyrra, en birti aldrei.  Ákvað að birta hana núna :)

Hvernig hugsum við íslendingar ? Þá á ég við, á hvaða hátt? Erum við gagnrýnin, eða meðtökum við það sem við sjáum og heyrum bara hrátt, án þess að skoða það nánar? Í mörg ár hef ég velt ástæðunum fyrir mér...

Erum við nógu dugleg að kynna okkur hvað er Á BAK VIÐ það sem sagt/sýnt er ? Þetta á ekki síst við um pólitíkina, en undanfarið virðast margir hafa verið að átta sig, enda ekki nema von.Ég segi VIRÐAST, vegna þess að í gegnum tíðina hefur fólk verið mjög fljótt að gleyma. Kosningar eru gott dæmi, alltaf fer það sama í gang hjá öllum flokkunum, endalaus loforð um hitt og þetta. Svo er jafnvel annar flokkur kosinn en síðast, því fólk freistast til að trúa "hinum, fallegri loforð....Og AF HVERJU eru öll loforðin svikin?

Ýmis merki eru um að komið sé að mjög merkilegum tímamótum víða um heim. Eiginlega hlýtur það að vera eftir allar fjármála-hörmungarnar. Og þá er komið að ákveðnum punkti; hefur fólk kynnt sér HVAÐ er á bak við þann heim? Og bak við Evrópusambandið,Evruna og allt það ? Hvað er að gerast í Evrópu núna og af hverju ? Er einhver glóra að almenningur borgi fyrir viðbjóðinn? Er það náttúrulögmál eða getum VIÐ, almenningur í Evrópu hugsanlega bundist samtökum um að borga EKKI ? Eigum við að leyfa lygunum og  óttanum að stjórna lífi okkar,er það ekki einmitt það sem valdið vill?

Mér eru minnistæðar ýmsar greinar,viðtöl og bækur (t.d.Falið vald eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson og fleiri þýddar og á ensku) um þessi efni, þar sem margsinnis hefur verið varað við ýmsum mjög sterkum öflum sem sögð eru stjórna fjármálaheiminum og stjórnmálafólki um allan heim. Fyrir örfáum árum kom hingað til Íslands maður og varaði okkur eindregið við Evrópusamb. sagði eitthvað á þá leið að þá fyrst myndum við kalla illskuna yfir okkur. Margir hafa kallað þetta samsæri, en er nú ekki komið að því að fólk fari að skoða hvað hæft er í þessu öllu saman??? Bendir ekki allt einmitt til hins gagnstæða?

 

Kæru landar mínir,.....ég á mér draum um að gagnrýninn hugur verði ofan á.....hugsanaletin er hættulegust.

Væri mjög gaman að fá ykkar álit varðandi svona Evrópusamtök kæru félagar á blogginu. Vilji er allt sem þarf :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Fínir pistlar hjá þér.   Þú verður að halda áfram, tekur smá tíma að fá fólk til að lesa og kynna sér þetta.  Ég var sjálf að skrifa smá um trúmálin

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.5.2010 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband