Færsluflokkur: Bloggar

IMMI er stórmál

Nú get ég ekki orða bundist, þetta hefur lengi verið í uppsiglingu! Og ýmis öfl sem eru tilbúin að blása rykið vel af þessu frumvarpi. Er ekki kominn tími til að mannskapurinn átti sig á því, að tjáninga- og upplýsingafrelsi er eitt mikilvægasta frelsið ? Hvernig verður komið fyrir okkur ef svona "netlögga" tekur völdin ? Höfum við hugsað það til enda ? Þetta gæti þess vegna orðið að veruleika á morgun, eða hinn.

Nú vil ég biðja ykkur gott fólk, um að kynna ykkur IMMI, immi.is  Þann 16. júní 2010 var samþykkt einróma að ég held,þingsályktun um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun á tjáninga- og upplýsingafrelsi. Hún Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni á sérstakan heiður skilið fyrir að koma þessari ályktun áfram, og hefur lagt mikið á sig fyrir þetta mjög svo miklvæga mál. Þakka ber henni sérstaklega alla fyrirhöfnina!

Þetta frumvarp í bandaríska þinginu er stórhættulegt, já- beinlínis mannfjandsamlegt. Þetta er mál okkar allra, snertir okkur öll beint. Þess vegna eigum við að láta í okkur heyra, leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir að þetta verði að veruleika. Ekki vil ég hugsa til enda, hvað gerist ef við látum ekki að okkur kveða.

Við hér á Íslandi erum heppin, ENNÞÁ. En hver veit...


mbl.is Forsetinn geti slökkt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð

Gengur það upp, að varpa alltaf ábyrgðinni yfir á skólana? Minnir um margt á, hvernig fólk hefur alltaf varpað ábyrgð yfir á pólitíkusa, verkalýsforingja og önnur "yfirvöld", í stað þess að taka sjálft ábyrgð og fylgja málum eftir! Hver er ábyrgð foreldra ? Og, ráði þeir ekki við erfiðleikana; ábyrgð þar til bærra aðila?

Síðast í gærkvöld var Elín Ebba í þættinum "Návígi" einmitt að fjalla um geðheilbrigði. Þar kom mjög margt athyglisvert fram, og skora ég á fólk að sjá þáttinn endursýndan, eða á netinu - ruv.is.!

Tími er kominn til, að fólk líti í eigin barm og skoði eigin ábyrgð, svona yfirleitt. En ég ítreka, að ráði foreldar ekki við erfiðleikana, leiti þeir viðeigandi aðstoðar. Bregðist hún, sem því miður gerist líklega of oft, þarf oftast að leita til fjölmiðla til að koma hreyfingu á hlutina.


mbl.is Skar bekkjarbróður sinn á háls í frímínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdastjóri Íslands ?

 

 Ætla að kasta hér fram hugmynd. Hún er sú, að við ættum að ráða Framkvæmdastjóra Íslands. Mér finnst tilvalið að leita til Evu Joly eftir aðstoð, myndi treysta henni til að finna hæfan aðila. Erlendis frá að sjálfsögðu !

Þessi framkvæmdastjóri fengi laun við hæfi og myndi ráða til sín hæft aðstoðarfólk. Varla þarf að nefna, að þessi aðili / aðilar væru gjörsamlega lausir við hagsmunatengsl og spillingu !

Mér finnst þetta eiginlega eina glóran, í áframhaldandi endalausu rugli og rifrildi um allt og ekkert sem okkur er boðið upp á hvern einasta dag. Að ekki sé nú minnst á Rannsóknarskýrsluna og allt annað sem á bara að þegja í hel, til að tryggja áframhaldandi spillingu hér !

 


Gagnrýni ? Samtök almennings í Evrópu ?

Þessa færslu skrifaði ég í byrjun maí í fyrra, en birti aldrei.  Ákvað að birta hana núna :)

Hvernig hugsum við íslendingar ? Þá á ég við, á hvaða hátt? Erum við gagnrýnin, eða meðtökum við það sem við sjáum og heyrum bara hrátt, án þess að skoða það nánar? Í mörg ár hef ég velt ástæðunum fyrir mér...

Erum við nógu dugleg að kynna okkur hvað er Á BAK VIÐ það sem sagt/sýnt er ? Þetta á ekki síst við um pólitíkina, en undanfarið virðast margir hafa verið að átta sig, enda ekki nema von.Ég segi VIRÐAST, vegna þess að í gegnum tíðina hefur fólk verið mjög fljótt að gleyma. Kosningar eru gott dæmi, alltaf fer það sama í gang hjá öllum flokkunum, endalaus loforð um hitt og þetta. Svo er jafnvel annar flokkur kosinn en síðast, því fólk freistast til að trúa "hinum, fallegri loforð....Og AF HVERJU eru öll loforðin svikin?

Ýmis merki eru um að komið sé að mjög merkilegum tímamótum víða um heim. Eiginlega hlýtur það að vera eftir allar fjármála-hörmungarnar. Og þá er komið að ákveðnum punkti; hefur fólk kynnt sér HVAÐ er á bak við þann heim? Og bak við Evrópusambandið,Evruna og allt það ? Hvað er að gerast í Evrópu núna og af hverju ? Er einhver glóra að almenningur borgi fyrir viðbjóðinn? Er það náttúrulögmál eða getum VIÐ, almenningur í Evrópu hugsanlega bundist samtökum um að borga EKKI ? Eigum við að leyfa lygunum og  óttanum að stjórna lífi okkar,er það ekki einmitt það sem valdið vill?

Mér eru minnistæðar ýmsar greinar,viðtöl og bækur (t.d.Falið vald eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson og fleiri þýddar og á ensku) um þessi efni, þar sem margsinnis hefur verið varað við ýmsum mjög sterkum öflum sem sögð eru stjórna fjármálaheiminum og stjórnmálafólki um allan heim. Fyrir örfáum árum kom hingað til Íslands maður og varaði okkur eindregið við Evrópusamb. sagði eitthvað á þá leið að þá fyrst myndum við kalla illskuna yfir okkur. Margir hafa kallað þetta samsæri, en er nú ekki komið að því að fólk fari að skoða hvað hæft er í þessu öllu saman??? Bendir ekki allt einmitt til hins gagnstæða?

 

Kæru landar mínir,.....ég á mér draum um að gagnrýninn hugur verði ofan á.....hugsanaletin er hættulegust.

Væri mjög gaman að fá ykkar álit varðandi svona Evrópusamtök kæru félagar á blogginu. Vilji er allt sem þarf :)

 


"Ég EKI skilja"

Hver kannast ekki við það að vera kominn að afgreiðslukassa í stórmarkaði/verslun og starfsmaðurinn skilur þig ekki,þegar þú spyrð um eitthvað? Öxlum er yppt,viðkomandi skilur hvorki íslensku né ensku. Hvað er þá til ráða? jú, má reyna handapat en oft endar það með því að starfsm.þarf að hringja bjöllu til að fá aðstoð íslendings.Biðröðin lengist,flestir verða ergilegir o.s.frv.

Ætla að taka skýrt fram í upphafi,að þessi bloggfærsla mín á EKKERT skylt við fordóma eða andúð á útlendingum.

Viljum við hafa þetta óbreytt og ekki síst: þarf þetta að vera svona? Og;hver skyldi nú ástæðan vera fyrir því að svona margir útlendingar eru í þessum störfum? Ástæðuna er þó ekki að finna í því,að eigendur fyrirtækjanna sjá sér langmestan hag í þessu fyrirkomulagi,vegna þess og takið nú eftir: Að þeir komast upp með að greiða útlendingum mun lægri laun en íslendingum??? Þeir græða sjálfir meira,þ.e. eigendurnir.Og þá vakna enn fleiri spurningar. Eru útlendingar meðvitaðir um réttindi sín?Eða eru mögulega notaðar ek.hótanir eða annað? Eða sætta þeir sig bara við þetta?Er greitt eftir töxtum? o.s.frv....

En síðast en ekki síst vaknar mjög áleitin spurning; hvað með margumtalað atvinnuleysi íslendinga, alls unga fólksins okkar? Hafa þau ekki áhuga á þessum störfum? Getur verið að þau "nenni" ekki að vinna? Mér finnst það frekar ólíkleg skýring. Hver ætli ástæðan sé fyrir því,að fjölmargir ísl.sækja um m.a.fyrrnefnd störf,jafnvel mánuðum saman og fá ekki einu sinni svör við umsóknum sínum??? Að maður tali nú ekki um allt fullorðna fólkið,á besta aldri sem er vikið úr störfum með upplognum athugasemdum,hmmm...Ég þekki dæmi af hvoru tveggja.

Og en áleitin spurning; Skyldu samtök launþega vera að fylgjast með þessu???


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband